Snæfríður Sól öruggur Íslandsmeistari

Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir er Íslandsmeistari í 200 metra sundi.
Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir er Íslandsmeistari í 200 metra sundi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir varð ör­ugg­lega Íslands­meist­ari í 200 metra skriðsundi í Laug­ar­dals­laug í dag. 

Snæfríður kom í mark á tím­an­um 2:00,95 mín­út­ur en í öðru sæti var Vala Dís Cicero úr Sund­fé­lagi Hafn­ar­fjarðar á tím­an­um 2:06,32 mín­út­ur og þriðja liðsfé­lagi henn­ar Na­dja Djurovic á tím­an­um 2:08,09 mín­út­ur. 

Þá vann Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir úr Sund­fé­lagi Hafn­ar­fjarðar 50 metra flugsund á tím­an­um 27,31 sek­únda. Na­dja komst einnig á pall í þeirri keppni en hún kom í mark á tím­an­um 28.29 sek­únd­ur. 

Þriðja varð síðan Guðbjörg Bjart­ey Guðmunds­dótt­ir á tím­an­um 28,64 sek­únd­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert