Snæfríður Sól Jórunnardóttir varð örugglega Íslandsmeistari í 200 metra skriðsundi í Laugardalslaug í dag.
Snæfríður kom í mark á tímanum 2:00,95 mínútur en í öðru sæti var Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar á tímanum 2:06,32 mínútur og þriðja liðsfélagi hennar Nadja Djurovic á tímanum 2:08,09 mínútur.
Þá vann Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar 50 metra flugsund á tímanum 27,31 sekúnda. Nadja komst einnig á pall í þeirri keppni en hún kom í mark á tímanum 28.29 sekúndur.
Þriðja varð síðan Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir á tímanum 28,64 sekúndur.