KA sannfærandi í fyrsta leik

KA-menn fagna í dag.
KA-menn fagna í dag. Ljósmynd/Egill Bjarni

KA vann Þrótt úr Reykja­vík, 3:0, í fyrsta leik liðanna í úr­slita­ein­vígi Íslands­móts karla í blaki á Ak­ur­eyri í dag. 

Þrjá sigra þarf til að verða Íslands­meist­ari en liðin mæt­ast næst í Laug­ar­daln­um á fimmtu­dag­inn kem­ur. 

KA vann fyrstu hrin­una, 25:17, aðra, 25:19 og þá þriðju, 25:17. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert