KA vann Þrótt úr Reykjavík, 3:0, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í blaki á Akureyri í dag.
Þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari en liðin mætast næst í Laugardalnum á fimmtudaginn kemur.
KA vann fyrstu hrinuna, 25:17, aðra, 25:19 og þá þriðju, 25:17.