Kolbrún tryggði Íslandi sigurinn

Kolbrún María Garðarsdóttir í landsleik með Íslandi.
Kolbrún María Garðarsdóttir í landsleik með Íslandi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Kol­brún María Garðars­dótt­ir tryggði Íslandi sig­ur­inn á Tai­v­an, 1:0, í A-riðli 2. deild­ar HM í ís­hokkí í Póllandi í dag. 

Þetta var síðasti leik­ur Íslands en liðið fer hvorki upp né niður um deild. Pól­land og Spánn eru að leika um þess­ar mund­ir og geta Spán­verj­ar farið upp með sigri en ann­ars fer Pól­land upp um deild. Mexí­kó er síðan fallið. 

Ísland end­ar með ell­efu stig og í öðru eða þriðja sæti, fer eft­ir því hvort Spánn eða Pól­land vinn­ur.

Kol­brún María Garðars­dótt­ir skoraði sig­ur­markið í fyrstu lotu eft­ir send­ingu frá nöfnu sinni Kol­brúnu Björns­dótt­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert