Kolbrún María Garðarsdóttir tryggði Íslandi sigurinn á Taivan, 1:0, í A-riðli 2. deildar HM í íshokkí í Póllandi í dag.
Þetta var síðasti leikur Íslands en liðið fer hvorki upp né niður um deild. Pólland og Spánn eru að leika um þessar mundir og geta Spánverjar farið upp með sigri en annars fer Pólland upp um deild. Mexíkó er síðan fallið.
Ísland endar með ellefu stig og í öðru eða þriðja sæti, fer eftir því hvort Spánn eða Pólland vinnur.
Kolbrún María Garðarsdóttir skoraði sigurmarkið í fyrstu lotu eftir sendingu frá nöfnu sinni Kolbrúnu Björnsdóttur.