Tvö Íslandsmet á lokadegi

Birnir Freyr Hálfdánarson fyrir miðju.
Birnir Freyr Hálfdánarson fyrir miðju. Ljósmynd/Sundsambandið

Birn­ir Freyr Hálf­dán­ar­son hélt upp­tekn­um hætti á Íslands­meist­ara­mót­inu í sundi í dag og gerði sér lítið fyr­ir og setti sitt annað Íslands­met í ein­stak­lings­grein þegar hann sigraði í 50 metra flugsundi á tím­an­um 23,99. Birn­ir Freyr setti sam­tals fjög­ur Íslands­met um helg­ina, eitt á föstu­dag­inn í 100m flugsundi, í gær í 4x100m skriðsundi og svo í loka­grein ÍM50 í dag í 4x100m fjór­sundi þegar karla­sveit SH synti á tím­an­um 3:46,58.

Sveit­ina skipuðu þeir Berg­ur Fáfn­ir Bjarna­son, Snorri Dag­ur Ein­ars­son, Birn­ir Freyr og Sím­on Elías Statkevicius.

Síðasti úr­slita­hluti ÍM50 hófst með 100 metra flugsundi kvenna og það sigraði Na­dja Djurovic á tím­an­um 1:01,93 og synti um leið und­ir EMU lág­marki (Evr­ópu­meist­ara­mót ung­linga) en það fer fram í Slóvakíu í júní.

Hólm­ar Grét­ars­son sigraði í 400 metra fjór­sundi á tím­an­um 4:33,02 og synti einnig und­ir EMU lág­marki í grein­inni. Hólm­ar sigraði einnig í 200m flugsundi í gær.

Í 1.500 metra skriðsundi kvenna sigraði Katja Lilja Andry­is­dótt­ir á tím­an­um 17:55,77 og er því búin að vinna tvo Íslands­meist­ara­titla um helg­ina.

Það var hörku­spenn­andi keppni í 200 metra skriðsundi karla þar sem Ýmir Chat­ney Sölva­son sigraði á tím­an­um 1:54.30, Veig­ar Hrafn Sigþórs­son kom rétt á eft­ir hon­um í mark á tím­an­um 1:55,11.

Í 200 metra baksundi kvenna sigraði Ylfa Lind Krist­manns­dótt­ir á tím­an­um 2:21,38 og í 50m bring­u­sundi kvenna sigraði Birgitta Ing­ólfs­dótt­ir á tím­an­um 32,27.

Í 200 metra bring­u­sundi karla sigraði Ein­ar Mar­geir Ágústs­son á tím­an­um 2:18,52 og í 100m skriðsundi kvenna sigraði Snæfríður Sól Jór­un­ar­dótt­ir á tím­an­um 55,53.

Guðmund­ur Leó Rafns­son tryggði sér sinn fjórða Íslands­meist­ara­tit­ill þegar hann sigraði í 100 metra baksundi á tím­an­um 56,82.

Eva Mar­grét Fals­dótt­ir tryggði sér sinn fjórða Íslands­meist­ar­tit­ill þegar hún sigraði 200 metra fjór­sund á tím­an­um 2:20,95.

Í 800 metra skriðsundi karla sigraði Magnús Víðir Jóns­son á tím­an­um 8:42,91 og í 4x100m fjór­sundi kvenna sigraði sveit SH á tím­an­um 4:20,89.

Í lok Íslands­meist­ara­móts­ins eru af­hend­ir bik­ar­ar fyr­ir bestu af­rek á ÍM50 og bestu af­rek á milli Íslands­meist­ara­móta.

Pét­urs­bik­ar­inn:

Pét­urs­bik­ar­inn er gef­inn í minn­ingu Pét­urs Kristjáns­son­ar sund­kappa úr Sund­deild Ármanns. Gef­andi grips­ins er fjöl­skylda Pét­urs.

Pét­urs­bik­ar­inn er far­and­grip­ur sem er veitt­ur ár­lega í karla­flokki fyr­ir besta af­rek í sundi, sam­kvæmt stiga­töflu FINA, unnið frá lok­um Íslands­meist­ara­móts í 50 metra laug, sem haldið er á veg­um SSÍ, til loka næsta Íslands­meist­ar­móts í 50 metra laug

Pét­urs bik­ar­inn hlýt­ur árið 2025 Ant­on Sveinn McKee, Sund­fé­lagi Hafn­ar­fjarðar, 200m bring­u­sund á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í Belgra­de, 19.06.2024, 896 stig

Anton Sveinn McKee hlaut Pétursbikarinn.
Ant­on Sveinn McKee hlaut Pét­urs­bik­ar­inn. Ljós­mynd/​Sund­sam­bandið

Kol­brún­ar­bik­ar­inn:

Kol­brún­ar­bik­ar­inn er gef­inn í minn­ingu Kol­brún­ar Ólafs­dótt­ur sund­konu úr Sund­deild Ármanns. Gef­andi grips­ins er fjöl­skylda og vin­ir Kol­brún­ar

Kol­brún­ar­bik­ar­inn er far­and­grip­ur sem er veitt­ur ár­lega í kvenna­flokki fyr­ir besta af­rek í sundi, sam­kvæmt stiga­töflu FINA, unnið frá lok­um Íslands­meist­ara­móts í 50 metra laug, sem haldið er á veg­um SSÍ, til loka næsta Íslands­meist­ar­móts í 50 metra laug.

Kol­brún­ar­bik­ar­inn hlýt­ur árið 2025 Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir, Aal­borg Svøm­meklub, 200m skriðsund á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í Belgra­de, 20.06.2024, 878 stig

Það voru þau Pét­ur Pét­urs­son og Sirrý, Sig­ríður Lovísa, kona hans sem af­hentu Pét­urs- og Kol­brún­ar­bik­ar­inn en Pét­ur er son­ur Pét­urs og Kol­brún­ar.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir hlaut Kolbrúnarbikarinn.
Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir hlaut Kol­brún­ar­bik­ar­inn. Ljós­mynd/​Sund­sam­bandið

Ásgeirs­bik­ar­inn:

Ásgeirs­bik­ar­inn er gef­inn í minn­ingu Ásgeirs Ásgeirs­son­ar fyrr­ver­andi for­seta Íslands. Gef­andi grips­ins er fyrr­ver­andi for­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son.

Ásgeirs­bik­ar­inn er far­and­grip­ur sem er veitt­ur ár­lega fyr­ir besta af­rek í sundi, sam­kvæmt stiga­töflu FINA, unnið á Íslands­meist­ara­móti í 50 metra laug sem haldið er á veg­um SSÍ.

Það var For­seti Íslands Frú Halla Tóm­as­dótt­ir sem af­henti For­seta bik­ar­inn, en Ásgeirs­bik­ar­inn hlýt­ur á fyr­ir besta af­rek á ÍM50 2025:

Snorri Dag­ur Ein­ars­son, Sund­fé­lagi Hafn­ar­fjarðar, 100m bring­u­sund á 1:00,67, 824 stig.

Það var mik­ill heiður að fá For­seta Íslands, Höllu Tóm­as­dótt­ur og Íþrótta­málaráðherra Guðmund Inga Krist­ins­son í laug­ina til okk­ar í dag.

ÍM50 var síðasta mótið sem sund­fólkið okk­ar gat tryggt sér inn á alþjóðleg meist­ara­mót sum­ars­ins og mun­um við senda ykk­ur þær frétt­ir á næstu dög­um.

Snorri Dagur Einarsson við hliðin á Höllu forseti með Ásgeirsbikarinn.
Snorri Dag­ur Ein­ars­son við hliðin á Höllu for­seti með Ásgeirs­bik­ar­inn. Ljós­mynd/​Sund­sam­bandið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert