Dóttir mín átti ekki skilið að deyja

Rohan Dennis og Melissa Hoskins
Rohan Dennis og Melissa Hoskins AFP/Miguel Medina og Brenton Edwards

Ástr­alska hjól­reiðakon­an Mel­issa Hosk­ins lést aðeins 32 ára í lok árs 2023 og eig­inmaður henn­ar Roh­an Denn­is var hand­tek­inn í kjöl­farið og grunaður um að hafa orðið henni að bana.

Var hann hand­tek­inn í kjöl­farið og ákærður fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Gæti hann yfir höfði sér allt að sjö ára fang­elsi.

Fjöl­skylda Melssu var á meðal þeirra sem tóku til máls í rétt­ar­höld­un­um yfir eig­in­mann­in­um og faðir henn­ar hef­ur ekki fyr­ir­gefið Denn­is.

„Dótt­ir mín átti ekki skilið að deyja og hún átti svo sann­ar­lega ekki skilið að deyja svona. Get­urðu fyr­ir­gefið sjálf­um þér? Ég ef­ast það, miðað við hvað þú hef­ur tekið frá mér og fjöl­skyldu minni,“ sagði faðir henn­ar Peter Hosk­ins, sam­kvæmt Daily Mail.

Jessica Locke syst­ir Mel­issu tók einnig til máls í rétt­ar­höld­un­um. „Hvorki ég né fjöl­skylda mín höf­um fengið af­sök­un­ar­beiðni frá hon­um. Ef eitt­hvað er, þá lít­ur hann á sjálf­an sig sem fórn­ar­lambið,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert