Ástralska hjólreiðakonan Melissa Hoskins lést aðeins 32 ára í lok árs 2023 og eiginmaður hennar Rohan Dennis var handtekinn í kjölfarið og grunaður um að hafa orðið henni að bana.
Var hann handtekinn í kjölfarið og ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Gæti hann yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi.
Fjölskylda Melssu var á meðal þeirra sem tóku til máls í réttarhöldunum yfir eiginmanninum og faðir hennar hefur ekki fyrirgefið Dennis.
„Dóttir mín átti ekki skilið að deyja og hún átti svo sannarlega ekki skilið að deyja svona. Geturðu fyrirgefið sjálfum þér? Ég efast það, miðað við hvað þú hefur tekið frá mér og fjölskyldu minni,“ sagði faðir hennar Peter Hoskins, samkvæmt Daily Mail.
Jessica Locke systir Melissu tók einnig til máls í réttarhöldunum. „Hvorki ég né fjölskylda mín höfum fengið afsökunarbeiðni frá honum. Ef eitthvað er, þá lítur hann á sjálfan sig sem fórnarlambið,“ sagði hún.