Karlmaður hefur gefið sig fram við lögreglu eftir að hafa fleygt vatnsflösku í andlit hjólreiðamannsins Mathieu van der Poel á meðan hann var við keppni í Paris-Roubaix-mótinu í Belgíu á sunnudag.
Hollendingurinn van der Poel var fremstur þegar hann hjólaði á þröngum stíg umkringdur áhorfendum og maðurinn kastaði flöskunni í hann.
„Þetta var eins og að vera hæfður af steini. Flaskan var nærri því full og var um hálft kíló að þyngd. Þegar einhver kastar slíkri er það ekkert grín,“ sagði van der Poel við fréttamenn eftir að hann vann mótið þriðja árið í röð.
Maðurinn sem kastaði vatnsflöskunni gaf sig fram við lögreglu í Vestur-Flæmingjalandi í Belgíu í gær.