„Eins og að vera hæfður af steini“

Mathieu van der Poel eftir sigurinn á sunnudag.
Mathieu van der Poel eftir sigurinn á sunnudag. AFP/Jeff Pachoud

Karl­maður hef­ur gefið sig fram við lög­reglu eft­ir að hafa fleygt vatns­flösku í and­lit hjól­reiðamanns­ins Mat­hieu van der Poel á meðan hann var við keppni í Par­is-Rou­baix-mót­inu í Belg­íu á sunnu­dag.

Hol­lend­ing­ur­inn van der Poel var fremst­ur þegar hann hjólaði á þröng­um stíg um­kringd­ur áhorf­end­um og maður­inn kastaði flösk­unni í hann.

„Þetta var eins og að vera hæfður af steini. Flask­an var nærri því full og var um hálft kíló að þyngd. Þegar ein­hver kast­ar slíkri er það ekk­ert grín,“ sagði van der Poel við frétta­menn eft­ir að hann vann mótið þriðja árið í röð.

Maður­inn sem kastaði vatns­flösk­unni gaf sig fram við lög­reglu í Vest­ur-Flæm­ingjalandi í Belg­íu í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert