Hrækt á hjólreiðamanninn og vatnsflösku fleygt í hann

Mathieu van der Poel hefur verið sigursæll en lent í …
Mathieu van der Poel hefur verið sigursæll en lent í aðkasti að undanförnu. AFP/

Hol­lenski hjól­reiðamaður­inn Mat­hieu van der Poel á ekki sjö dag­ana sæla um þess­ar mund­ir en auk þess að vera hæfður með vatns­flösku við keppni um síðustu helgi var hrækt á hann við keppni í síðasta mánuði.

Mann­eskj­an, sem hrækti á van der Poel þegar hann keppti á Saxo Bank Classic-mót­inu í Ronse í Belg­íu þann 28. mars, hef­ur verið fund­in og sektuð um 350 evr­ur eft­ir að hafa viður­kennt verknaðinn.

Van der Poel vann mótið líkt og var til­fellið á sunnu­dag þegar hann vann Par­is-Robaix-mótið þriðja árið í röð.

Þar var nærri fullri vatns­flösku kastað í and­lit hans þegar van der Poel átti 37 kíló­metra eft­ir í keppn­inni síðastliðinn sunnu­dag.

Maður­inn sem kastaði vatn­fs­flösk­unni í hann er bú­inn að gefa sig fram við lög­reglu í Vest­ur-Flæm­ingjalandi í Belg­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert