Hollenski hjólreiðamaðurinn Mathieu van der Poel á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en auk þess að vera hæfður með vatnsflösku við keppni um síðustu helgi var hrækt á hann við keppni í síðasta mánuði.
Manneskjan, sem hrækti á van der Poel þegar hann keppti á Saxo Bank Classic-mótinu í Ronse í Belgíu þann 28. mars, hefur verið fundin og sektuð um 350 evrur eftir að hafa viðurkennt verknaðinn.
Van der Poel vann mótið líkt og var tilfellið á sunnudag þegar hann vann Paris-Robaix-mótið þriðja árið í röð.
Þar var nærri fullri vatnsflösku kastað í andlit hans þegar van der Poel átti 37 kílómetra eftir í keppninni síðastliðinn sunnudag.
Maðurinn sem kastaði vatnfsflöskunni í hann er búinn að gefa sig fram við lögreglu í Vestur-Flæmingjalandi í Belgíu.