KA einum sigri frá titlinum

Leikmenn KA fagna í kvöld.
Leikmenn KA fagna í kvöld. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

KA er ein­um sigri frá Íslands­meist­ara­titli kvenna í blaki eft­ir sig­ur á Völsungi, 3:0, í öðrum úr­slita­leik liðanna á Húsa­vík í kvöld.

Þrátt fyr­ir loka­töl­urn­ar var leik­ur­inn jafn og spenn­andi. KA vann fyrstu hrin­una 25:23, aðra hrinu 25:20 og þá þriðju 25:19.

KA get­ur tryggt sér fjórða Íslands­meist­ara­titil­inn í röð með sigri á heima­velli í þriðja leik næst­kom­andi þriðju­dags­kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert