KA er einum sigri frá Íslandsmeistaratitli kvenna í blaki eftir sigur á Völsungi, 3:0, í öðrum úrslitaleik liðanna á Húsavík í kvöld.
Þrátt fyrir lokatölurnar var leikurinn jafn og spennandi. KA vann fyrstu hrinuna 25:23, aðra hrinu 25:20 og þá þriðju 25:19.
KA getur tryggt sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð með sigri á heimavelli í þriðja leik næstkomandi þriðjudagskvöld.