Kappræðum flýtt vegna hokkíleiks

Leikmenn Montreal Canadiens fagna sigri á Florida Panthers í NHL-deildinni …
Leikmenn Montreal Canadiens fagna sigri á Florida Panthers í NHL-deildinni í upphafi mánaðarins. AFP/Minas Panagiotakis

Nefnd um kapp­ræður formanna stjórn­mála­flokka í Kan­ada hef­ur fundið sig til­knúna að flýta kapp­ræðum frönsku­mæl­andi formanna í tengsl­um við þing­kosn­ing­ar, vegna ís­hok­kí­leiks kanadíska liðsins Montreal Cana­diens í NHL-deild­inni vest­an­hafs.

Liðið á fyr­ir hönd­um mik­il­væg­an leik gegn Carol­ina Hurrica­nes þar sem sig­ur gæti tryggt Cana­diens sæti í úr­slita­keppni deild­ar­inn­ar.

Leik­ur­inn er á dag­skrá annað kvöld klukk­an 19 að staðar­tíma en kapp­ræður frönsku­mæl­andi formanna í Montréal áttu að hefjast klukk­an 20 sama kvöld, þegar leik­ur­inn er um það bil hálfnaður.

Gert vegna ástríðu Kan­ada­manna

Kapp­ræðunum hef­ur nú verið flýtt og hefjast þess í stað klukk­an 18 annað kvöld.

„Kapp­ræðurn­ar munu hefjast tveim­ur klukku­stund­um fyrr með hliðsjón af því hversu ástríðufull­ir Kan­ada­menn eru þegar kem­ur að ís­hokkí.

Borg­ar­bú­ar munu geta fylgst með þessu mik­il­væga augna­bliki í kosn­inga­bar­átt­unni ásamt því að geta fylgst með mik­il­væg­ustu augna­blik­um ís­hok­kí­leiks­ins sem get­ur komið Montreal Cana­diens í úr­slita­keppn­ina,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá nefnd­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert