Eygló Fanndal fyrsti íslenski Evrópumeistarinn

Eygló Fanndal Sturludóttir glöð eftir að hún bætti Íslandsmetið í …
Eygló Fanndal Sturludóttir glöð eftir að hún bætti Íslandsmetið í snörun. Ljósmynd/Gregor Winter

Eygló Fann­dal Sturlu­dótt­ir er Evr­ópu­meist­ari í ólymp­ísk­um lyft­ing­um í -71 kg flokki en hún varð jafn­framt fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að verða Evr­ópu­meist­ari í full­orðins­flokki.

Evr­ópu­mótið fór fram í Moldóvu en Eygló vann silf­ur í snör­um með 109 kg og gull í jafn­hend­ingu með 135 kg. Sam­an­lagt lyfti hún 244 kg og varð þar með Evr­ópu­meist­ari í þeim flokki.

Eygló setti einnig Íslands­met í öll­um þrem­ur grein­um.

Eygló byrjaði á að lyfta 103 kg í fyrstu lyftu í snör­un en það er þyngsta upp­hafs­lyfta henn­ar á móti hingað til. Eygló lyfti næst 106 kg og síðan 109 kg í síðustu lyft­unni. Hún bætti Íslands­metið um tvö kíló með loka­lyftu sinni. Zar­ina Gusolva vann gull í snör­un með því að lyfta 110 kg.

Eygló lyfti fyrst 129 kg í jafn­hend­ing­unni og síðan 133 kg og jafnaði Íslands­metið. Gusalova reyndi við 134 kg en náði því ekki og var Eygló því orðin Evr­ópu­meist­ari.

Hún reyndi hins veg­ar við 135 kg og það tókst. Bætti hún þar af leiðandi Íslands­metið í jafn­hend­ing­unni og sam­an­lögðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert