Eygló Fanndal Sturludóttir er Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í -71 kg flokki en hún varð jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki.
Evrópumótið fór fram í Moldóvu en Eygló vann silfur í snörum með 109 kg og gull í jafnhendingu með 135 kg. Samanlagt lyfti hún 244 kg og varð þar með Evrópumeistari í þeim flokki.
Eygló setti einnig Íslandsmet í öllum þremur greinum.
Eygló byrjaði á að lyfta 103 kg í fyrstu lyftu í snörun en það er þyngsta upphafslyfta hennar á móti hingað til. Eygló lyfti næst 106 kg og síðan 109 kg í síðustu lyftunni. Hún bætti Íslandsmetið um tvö kíló með lokalyftu sinni. Zarina Gusolva vann gull í snörun með því að lyfta 110 kg.
Eygló lyfti fyrst 129 kg í jafnhendingunni og síðan 133 kg og jafnaði Íslandsmetið. Gusalova reyndi við 134 kg en náði því ekki og var Eygló því orðin Evrópumeistari.
Hún reyndi hins vegar við 135 kg og það tókst. Bætti hún þar af leiðandi Íslandsmetið í jafnhendingunni og samanlögðu.