Tækifæri sem ég gat ekki hafnað

Svíþjóð Ísabella Sara Tryggvadóttir er einungis 18 ára gömul en …
Svíþjóð Ísabella Sara Tryggvadóttir er einungis 18 ára gömul en hún skrifaði undir þriggja ára samning á dögunum við sænska meistaraliðið. Ljósmynd/Rosengård

Knatt­spyrnu­kon­an Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir gekk nokkuð óvænt til liðs við Svíþjóðar­meist­ara Rosengård frá Val á dög­un­um.

Ísa­bella, sem er ein­ung­is 18 ára göm­ul, skrifaði und­ir þriggja ára samn­ing í Mal­mö en hún hef­ur leikið með Val frá ár­inu 2023.

Hún varð Íslands­meist­ari með liðinu tíma­bilið 2023 og bikar­meist­ari á síðustu leiktíð en alls á hún að baki 58 leiki í efstu deild og 11 mörk með Val og upp­eld­is­fé­lagi sínu KR. Þá á hún að baki 46 lands­leiki fyr­ir yngri landslið Íslands þar sem hún hef­ur skorað 14 mörk.

„Mér líst mjög vel á þetta allt sam­an og ég er ótrú­lega spennt fyr­ir tíma­bil­inu,“ sagði Ísa­bella í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Áhugi Rosengård kom mjög óvænt upp og ég fékk sím­tal frá umboðsmanni mín­um í mars þar sem ég heyrði fyrst af áhug­an­um. Þegar ég heyrði fyrst af áhug­an­um voru átta dag­ar í það að fé­laga­skipta­glugg­an­um yrði lokað í Svíþjóð. Þeir sýndu mér mik­inn áhuga sem endaði með því að þeir buðu mér samn­ing. Ég fékk því ekki mik­inn um­hugs­un­ar­frest en ég ákvað að taka slag­inn og flaug svo út til Svíþjóðar í lok mars,“ sagði Ísa­bella.

Erfið ákvörðun að taka

Ísa­bella sat nokkra fjar­fundi með þjálf­arat­eymi og for­ráðamönn­um Rosengård áður en hún tók ákvörðun um að fara til Svíþjóðar.

„Haus­inn á mér var á fullu og þetta var mjög erfið ákvörðun að taka. Mig langaði líka mikið til þess að taka slag­inn með Val, ná heilu tíma­bili með liðinu og virki­lega springa út. Ég hef verið inn og út úr liðinu frá því að ég kom frá KR og mig langaði til þess að negla mitt sæti í byrj­un­arliðinu í ár. Ég sat marga fjar­fundi þar sem ég ræddi við bæði þjálf­arat­eymið og for­ráðamenn Rosengård.

Þeir ræddu um sína sýn á fé­lagið og hvernig þeir sæju næstu ár fyr­ir sér. Það gafst aldrei tími til þess að fara út og skoða aðstæður en þeir út­skýrðu allt mjög vel fyr­ir mér sem gerði ákvörðun­ina auðveld­ari. Þegar allt kom til alls þá var þetta tæki­færi sem ég gat ekki sleppt og ég ákvað því að kýla á þetta.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í Morg­un­blaði dags­ins. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert