Fjalla um þjóðhetjuna Eygló

Eygló Fanndal Sturludóttir efst á palli í gær.
Eygló Fanndal Sturludóttir efst á palli í gær. Ljósmynd/Gregor Winter

Eygló Fann­dal Sturlu­dótt­ir gerði sér lítið fyr­ir og varð Evr­ópu­meist­ari í -71 kg flokki í ólymp­ísk­um lyft­um á EM í Moldóvu í gær. Hún bætti þrjú Íslands- og Norður­landa­met í leiðinni og get­ur sann­ar­lega farið stolt heim.

Fjallað er um Eygló á vef Lyft­inga­sam­bands Evr­ópu og þar er hún titluð þjóðhetja eft­ir af­rek gær­dags­ins en verðlaun­in eru þau fyrstu sem Íslend­ing­ur vinn­ur á EM full­orðinna.

Þar er einnig viðtal við Eygló, þar sem hún viður­kenndi að sig­ur­inn hafi komið sér á óvart. Einnig er viðtal við móður henn­ar, Hörpu Þor­láks­dótt­ur, sem er formaður Lyft­inga­sam­bands Íslands.

„Hún er að skara fram úr í bæði nám­inu og lyft­ing­un­um. Ég er stolt­asta mamma í heimi. Allt Ísland er stolt af Eygló,“ er haft eft­ir henni.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast með því að smella hér.

Viðtal og um­fjöll­un um af­rek Eygló­ar má nálg­ast í Morg­un­blaðinu sem kem­ur út í fyrra­málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert