Eygló heiðruð vegna Evrópumeistaratitilsins (myndir)

Eygló ræðir við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands
Eygló ræðir við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands mbl.is/Karítas

Lyft­inga­kon­an Eygló Fann­dal Sturlu­dótt­ir var í gær heiðruð fyr­ir af­rek sitt í síðustu viku þegar hún varð Evr­ópu­meist­ari kvenna í -71 kg flokki í ólymp­ísk­um lyft­ing­um. Hún varð þar með fyrst allra Íslend­inga Evr­ópu­meist­ari í full­orðins­flokki í þess­ari íþrótt.

Á Evr­ópu­mót­inu í Moldóvu lyfti Eygló 109 kíló­um í snör­un og 135 kíló­um í jafn­hend­ingu og sam­tals því 244 kíló­um og bætti eigið Íslands­met í öll­um þrem­ur grein­un­um.

Lyft­inga­sam­band Íslands hélt mót­töku fyr­ir Eygló í Íþróttamiðstöðinni í Laug­ar­dal í gær þar sem Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands, Vé­steinn Haf­steins­son af­reks­stjóri ÍSÍ, Lár­us Blön­dal for­seti ÍSÍ, Óskar Ármanns­son frá mennta- og barna­málaráðuneyt­inu, og Harpa Þor­láks­dótt­ir, formaður Lyft­inga­sam­bands Íslands og móðir Eygló­ar, fluttu ávörp henni til heiðurs.

Eygló er aðeins 23 ára göm­ul og er ný­kom­in upp úr ald­urs­flokki U23 ára þar sem hún varð tví­veg­is Evr­ópu­meist­ari.

Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins og mbl.is tók meðfylgj­andi mynd­ir í mót­tök­unni:

Eygló Fanndal Sturludóttir með veglega blómvendi sem henni voru afhentir …
Eygló Fann­dal Sturlu­dótt­ir með veg­lega blóm­vendi sem henni voru af­hent­ir í mót­tök­unni. mbl.is/​Karítas
Halla Tómasdóttir forseti Íslands faðmar Eygló Fanndal Sturludóttur nýkrýndan Evrópumeistara …
Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands faðmar Eygló Fann­dal Sturlu­dótt­ur nýkrýnd­an Evr­ópu­meist­ara í mót­tök­unni í gær. mbl.is/​Karítas
Óskar Ármannsson frá mennta- og barnamálaráðuneytinu óskar Eygló til hamingju
Óskar Ármanns­son frá mennta- og barna­málaráðuneyt­inu ósk­ar Eygló til ham­ingju mbl.is/​Karítas
Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ í ræðustóli.
Vé­steinn Haf­steins­son af­reks­stjóri ÍSÍ í ræðustóli. mbl.is/​Karítas
Lárus Blöndal forseti ÍSÍ í ræðustóli.
Lár­us Blön­dal for­seti ÍSÍ í ræðustóli. mbl.is/​Karítas
Harpa Þorláksdóttir, formaður Lyftingasambands Íslands og móðir Eyglóar, í ræðustóli.
Harpa Þor­láks­dótt­ir, formaður Lyft­inga­sam­bands Íslands og móðir Eygló­ar, í ræðustóli. mbl.is/​Karítas
Eygló ávarpar samkomuna sjálf.
Eygló ávarp­ar sam­kom­una sjálf. mbl.is/​Karítas
Eygló ásamt Birni Skúlasyni, eiginmanni forseta Íslands.
Eygló ásamt Birni Skúla­syni, eig­in­manni for­seta Íslands. mbl.is/​Karítas
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert