Æskuheimili íþróttastjörnu gereyðilagðist í árás

Alexander Bolshunov.
Alexander Bolshunov. AFP

Æsku­heim­ili rúss­neska skíðagöngukapp­ans Al­eks­andr Bols­hunov eyðilagðist í árás Úkraínu­manna á þorpið Po­dy­votye í nótt. 

Po­dy­votye er nokkr­um kíló­metr­um frá landa­mær­um Úkraínu og Rúss­lands en slík þorp hafa lent í árás­um eft­ir að inn­rás Rúss­lands í Úkraínu hófst í fe­brú­ar 2022.

Húsið var í eigu for­eldra Bols­hunov en eng­inn særðist í árás­inni. Sam­kvæmt Yuri Boroda­v­ko hafa for­eldr­ar Bols­hunov þó ekki búið í hús­inu í lang­an tíma. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un rúss­neska miðils­ins Champ­i­onat

Bols­hunov er þre­fald­ur ólymp­íu­meist­ari en hann hef­ur unnið til níu verðlauna alls á Ólymp­íu­leik­un­um. Þá hef­ur hann ekki fengið að keppa á alþjóðleg­um mót­um frá því að Rúss­land réðst inn í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert