Skíðakonan efnilega Margot Simond er látin eftir slys sem varð á æfingu í frönsku Ölpunum í vikunni. Hún var aðeins átján ára gömul.
Slysið átti sér stað þegar hún var við æfingar fyrir viðburð sem orkudrykkjarisinn Red Bull stóð fyrir.
Missti hún stjórn á skíðunum í brekkunni og féll illa. Tókst viðbragðsaðilum ekki að bjarga lífi Simond.
Hún varð franskur meistari í keppni átján ára og yngri í síðasta mánuði. Þá keppti hún bæði á Evrópumótaröð og HM unglinga.