Lést aðeins átján ára

Margot Simond var aðeins 18 ára.
Margot Simond var aðeins 18 ára. Ljósmynd/Franska skíðasambandið

Skíðakon­an efni­lega Margot Simond er lát­in eft­ir slys sem varð á æf­ingu í frönsku Ölp­un­um í vik­unni. Hún var aðeins átján ára göm­ul.

Slysið átti sér stað þegar hún var við æf­ing­ar fyr­ir viðburð sem orku­drykkj­aris­inn Red Bull stóð fyr­ir.

Missti hún stjórn á skíðunum í brekk­unni og féll illa. Tókst viðbragðsaðilum ekki að bjarga lífi Simond.

Hún varð fransk­ur meist­ari í keppni átján ára og yngri í síðasta mánuði. Þá keppti hún bæði á Evr­ópu­mótaröð og HM ung­linga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert