Setti fyrsta heimsmetið í greininni

Karsten Warholm er fyrsti heimsmethafinn í 300 metra grindahlaupi.
Karsten Warholm er fyrsti heimsmethafinn í 300 metra grindahlaupi. AFP/Adek Berry

Norðmaður­inn Kar­sten War­holm setti fyrsta heims­metið í 300 metra grinda­hlaupi á Dem­anta­mótaröðinni í frjáls­um íþrótt­um í gær.

Dem­anta­mótaröðin fór af stað í Xia­men í Kína á föstu­dag­inn og var í fyrsta skipti keppt í 300 metra grinda­hlaupi síðan Alþjóðafrjálsíþrótta­sam­bandið til­kynnti að hlaupið yrði op­in­ber grein með sínu eig­in heims­meti.

War­holm kom í mark á tím­an­um 33,05 sek­únd­ur og er þar með fyrst­ur í sög­unni til að eiga op­in­bert heims­met í grein­inni. Hann á einnig heims­metið í 400 metra grinda­hlaupi.

Bras­il­íumaður­inn Mat­heus Lima kom ann­ar í mark á 33,98 sek­únd­um og hinn jap­anski Ken Toyoda var sá þriðji á tím­an­um 34,22 sek­únd­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert