Sló heimsmetið í maraþoni

Tigst Assefa fagnar sigri í dag.
Tigst Assefa fagnar sigri í dag. AFP/Justin Tallis

Hin eþíópíska Tigst Ass­efa sló heims­metið í maraþon­hlaupi kvenna í Lund­úna­m­araþon­inu í dag.

Ass­efa hljóp til sig­urs á 2 klukku­tím­um, 15 mín­út­um og 50 sek­únd­um og sló þar með árs­gam­alt met Joycil­ine Jep­kos­gei sem var 2 klukku­tím­ar, 16 mín­út­ur og 16 sek­únd­ur.

Jep­kos­gei kom önn­ur í mark en Ólymp­íu­meist­ar­inn Sif­an Hass­an frá Hollandi hafnaði í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert