Hin eþíópíska Tigst Assefa sló heimsmetið í maraþonhlaupi kvenna í Lundúnamaraþoninu í dag.
Assefa hljóp til sigurs á 2 klukkutímum, 15 mínútum og 50 sekúndum og sló þar með ársgamalt met Joyciline Jepkosgei sem var 2 klukkutímar, 16 mínútur og 16 sekúndur.
Jepkosgei kom önnur í mark en Ólympíumeistarinn Sifan Hassan frá Hollandi hafnaði í þriðja sæti.