Georgía sigraði Ísland, 4:0, í fyrstu umferðinni á heimsmeistaramótinu í í íshokkí karla í Dunedin á Nýja-Sjálandi í morgun en þar er leikið í 2. deild B.
Nikita Bukiya kom Georgíumönnum yfir strax á 5. mínútu og á stuttum kafla í öðrum leikhluta bættu hann, Timur Besharov og Konstantin Gavrilenko við mörkum.
Búlgaría vann Taíland í morgun, 5:3, og leikur Nýja-Sjálands og Taívan stendur nú yfir.
Ísland mætir Búlgaríu í annari umferðinni á morgun.