Tap í fyrsta leik á Nýja-Sjálandi

Jóhann Már Leifsson er einn af reyndustu leikmönnum íslenska liðsins.
Jóhann Már Leifsson er einn af reyndustu leikmönnum íslenska liðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Georgía sigraði Ísland, 4:0, í fyrstu um­ferðinni á heims­meist­ara­mót­inu í í ís­hokkí karla í Duned­in á Nýja-Sjálandi í morg­un en þar er leikið í 2. deild B.

Nikita Bukiya kom Georgíu­mönn­um yfir strax á 5. mín­útu og á stutt­um kafla í öðrum leik­hluta bættu hann, Tim­ur Bes­harov og Konst­ant­in Gavri­len­ko við mörk­um.

Búlga­ría vann Taí­land í morg­un, 5:3, og leik­ur Nýja-Sjá­lands og Taív­an stend­ur nú yfir.

Ísland mæt­ir Búlgaríu í ann­ari um­ferðinni á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert