Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu er Íslandsmeistari í fjölþraut á áhaldafimleikum fjórða árið í röð en Íslandsmótið var haldið í fimleikahúsi Ármanns um helgina.
Thelma fékk alls 49,800 stig fyrir sínar æfingar og var 0,800 stigum á undan Lilju Katrínu Gunnarsdóttur úr Gerplu sem varð önnur.
Kristjana Ósk Ólafsdóttir, einnig úr Gerplu, varð þriðja með 46,150 stig.
Thelma, sem hefur verið fremsta fimleikakona landsins undanfarin ár, frumsýndi m.a. nýtt afstökk á jafnvægisslá og er ljóst að hún er enn að bæta sig.
Í karlaflokki fagnaði Atli Snær Valgeirsson sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli eftir harða keppni við Valgarð Reinhardsson, sem hafði unnið átta sinnum frá árinu 2015.
Atli fékk alls 72,750 stig og var 0,200 stigum á undan Valgarði sem varð annar. Dagur Kári Ólafsson varð þriðji með 72,400 stig. Þeir keppa allir fyrir Gerplu, sem var afar sigursæl á mótinu.
Voru þeir Atli og Valgarð hnífjafnir fyrir keppni á Svifrá en þar skilaði Atli glæsilegum æfingum og tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í fullorðinsflokki.