Thelma og Atli Íslandsmeistarar

Thelma Aðalsteinsdóttir og Atli Sævar Valgeirsson eru Íslandsmeistarar.
Thelma Aðalsteinsdóttir og Atli Sævar Valgeirsson eru Íslandsmeistarar. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Thelma Aðal­steins­dótt­ir úr Gerplu er Íslands­meist­ari í fjölþraut á áhaldafim­leik­um fjórða árið í röð en Íslands­mótið var haldið í fim­leika­húsi Ármanns um helg­ina.

Thelma fékk alls 49,800 stig fyr­ir sín­ar æf­ing­ar og var 0,800 stig­um á und­an Lilju Katrínu Gunn­ars­dótt­ur úr Gerplu sem varð önn­ur.

Kristjana Ósk Ólafs­dótt­ir, einnig úr Gerplu, varð þriðja með 46,150 stig.

Thelma, sem hef­ur verið fremsta fim­leika­kona lands­ins und­an­far­in ár, frum­sýndi m.a. nýtt af­stökk á jafn­væg­isslá og er ljóst að hún er enn að bæta sig.

Í karla­flokki fagnaði Atli Snær Val­geirs­son sín­um fyrsta Íslands­meist­ara­titli eft­ir harða keppni við Val­g­arð Rein­h­ards­son, sem hafði unnið átta sinn­um frá ár­inu 2015.

Atli fékk alls 72,750 stig og var 0,200 stig­um á und­an Val­g­arði sem varð ann­ar. Dag­ur Kári Ólafs­son varð þriðji með 72,400 stig. Þeir keppa all­ir fyr­ir Gerplu, sem var afar sig­ur­sæl á mót­inu.

Voru þeir Atli og Val­g­arð hníf­jafn­ir fyr­ir keppni á Svifrá en þar skilaði Atli glæsi­leg­um æf­ing­um og tryggði sér fyrsta Íslands­meist­ara­titil­inn í full­orðins­flokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert