Heimsmet var slegið í Lundúnamaraþoninu um liðna helgi þegar alls 56.640 hlauparar komu í mark.
Aldrei hafa fleiri hlauparar klárað eitt og sama maraþonið og hefur heimsmetabók Guinness staðfest að svo sé.
Fyrra heimsmet var sett í New York maraþoninu í nóvember síðastliðnum, þegar 55.646 komu í mark.
Hugh Brasher, framkvæmdastjóri LME sem fer með skipulag á maraþonum í Lundúnum, greinir frá því í samtali við breska ríkisútvarpið að sömuleiðis hafi aldrei fleiri sótt um að taka þátt í Lundúnamaraþoninu og í ár, alls 840.318 manns.