Aldrei fleiri komið í mark

Það tekur á að hlaupa maraþon.
Það tekur á að hlaupa maraþon. AFP/Justin Tallis

Heims­met var slegið í Lund­úna­m­araþon­inu um liðna helgi þegar alls 56.640 hlaup­ar­ar komu í mark.

Aldrei hafa fleiri hlaup­ar­ar klárað eitt og sama maraþonið og hef­ur heims­meta­bók Guinn­ess staðfest að svo sé.

Fyrra heims­met var sett í New York maraþon­inu í nóv­em­ber síðastliðnum, þegar 55.646 komu í mark.

Hugh Brasher, fram­kvæmda­stjóri LME sem fer með skipu­lag á maraþonum í Lund­ún­um, grein­ir frá því í sam­tali við breska rík­is­út­varpið að sömu­leiðis hafi aldrei fleiri sótt um að taka þátt í Lund­úna­m­araþon­inu og í ár, alls 840.318 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert