Leik hætt vegna rafmagnsleysisins

Coco Gauff, sem er hér í skugganum í dag, og …
Coco Gauff, sem er hér í skugganum í dag, og Belinda Bencic öttu kappi á Madrid Open. AFP/Thomas Coex

Raf­magns­leysi víðs veg­ar á Spáni og í Portúgal hef­ur orðið þess vald­andi að hætta þarf keppni á Madrid Open mót­inu í tenn­is í spænsku höfuðborg­inni í dag.

Skipu­leggj­end­ur móts­ins gáfu það út að ákveðið hefði verið að láta kepp­end­ur ekki spila meira til þess að tryggja ör­yggi al­menn­ings.

Raf­magns­leysið hafði meðal ann­ars áhrif á búnað sem var í notk­un á mót­inu, þar á meðal skort­öflu og ra­f­ræna línu­dómgæslu.

Raf­magn er komið aft­ur á á fjölda svæða en þó ekki öll­um í lönd­un­um tveim­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert