Rafmagnsleysi víðs vegar á Spáni og í Portúgal hefur orðið þess valdandi að hætta þarf keppni á Madrid Open mótinu í tennis í spænsku höfuðborginni í dag.
Skipuleggjendur mótsins gáfu það út að ákveðið hefði verið að láta keppendur ekki spila meira til þess að tryggja öryggi almennings.
Rafmagnsleysið hafði meðal annars áhrif á búnað sem var í notkun á mótinu, þar á meðal skortöflu og rafræna línudómgæslu.
Rafmagn er komið aftur á á fjölda svæða en þó ekki öllum í löndunum tveimur.