Tveir létust í hörmulegu slysi í mótorhjólakeppni á Oulton Park-brautinni í Cheshire á Englandi um helgina.
Alls féllu ellefu keppendur af hjóli sínu í árekstrinum, sem átti sér stað strax á fyrsta hring, með þeim afleiðingum að þeir Owen Jenner frá Englandi og Shane Richardson frá Nýja-Sjálandi létust.
Jenner var aðeins 21 árs og Richardson 29 ára. Sá fyrrnefndi lést vegna höfuðáverka á meðan Richardson fékk þung högg á brjóstið.
Keppnin var hluti af Supersport-meistaramótinu vinsæla og í beinni útsendingu. Var keppnin stöðvuð eftir slysið og næstu keppnum frestað um óákveðinn tíma.