Tveir létust í beinni útsendingu

Owen Jenner var aðeins 21 árs.
Owen Jenner var aðeins 21 árs. Ljósmynd/Instagram

Tveir lét­ust í hörmu­legu slysi í mótor­hjóla­keppni á Oult­on Park-braut­inni í Ches­hire á Englandi um helg­ina.

Alls féllu ell­efu kepp­end­ur af hjóli sínu í árekstr­in­um, sem átti sér stað strax á fyrsta hring, með þeim af­leiðing­um að þeir Owen Jenner frá Englandi og Shane Rich­ard­son frá Nýja-Sjálandi lét­ust.

Jenner var aðeins 21 árs og Rich­ard­son 29 ára. Sá fyrr­nefndi lést vegna höfuðáverka á meðan Rich­ard­son fékk þung högg á brjóstið.

Keppn­in var hluti af Su­per­sport-meist­ara­mót­inu vin­sæla og í beinni út­send­ingu. Var keppn­in stöðvuð eft­ir slysið og næstu keppn­um frestað um óákveðinn tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert