Ánetjaðist kókaíni eftir ferilinn

Bradley Wiggins vann til fimm gullverðlauna á Ólympíuleikum á ferlinum.
Bradley Wiggins vann til fimm gullverðlauna á Ólympíuleikum á ferlinum. AFP

Sir Bra­dley Wigg­ins, fyrr­ver­andi hjól­reiðamaður sem vann fimm ólymp­íug­ull og Tour de France einu sinni, hef­ur opnað sig um bar­áttu sína við kókaín­fíkn.

Í sam­tali við breska dag­blaðið Obser­ver kvaðst Wigg­ins hafa ánetj­ast kókaíni eft­ir að hann hætti keppni í hjól­reiðum árið 2016.

„Á tíma­punkti hélt son­ur minn að ég myndi finn­ast lát­inn um morg­un­inn. Ég var virk­ur fík­ill. Fólk áttaði sig ekki á þessu. Ég var í vímu flest­um stund­um í mörg ár,“ sagði Wigg­ins, sem er 45 ára gam­all.

Hann vann Frakk­lands­hjól­reiðarn­ar, Tour de France, árið 2012 og vann til tvennra gull­verðlauna á Ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing 2008 auk þess að vinna til gull­verðlauna í Aþenu 2004, Lund­ún­um 2012 og Ríó de Jan­eiro 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert