Rússar og Hvít-Rússar geta komist á Ólympíuleikana

Ekaterina Efremenkova frá Rússlandi, lengst til vinstri, er ekki á …
Ekaterina Efremenkova frá Rússlandi, lengst til vinstri, er ekki á listanum. AFP/Wang Zhao

Alþjóða skauta­sam­bandið, ISU, hef­ur gefið út lista yfir íþrótta­fólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi sem get­ur fengið keppn­is­rétt á vetr­arólymp­íu­leik­un­um sem fram fara á Ítal­íu í fe­brú­ar 2026.

Vegna inn­rás­ar Rúss­lands í Úkraínu í fe­brú­ar 2022 og aðild­ar Hvíta-Rúss­lands að henni hafa báðar þjóðir verið í banni frá keppni á alþjóðleg­um mót­um í skautaíþrótt­um, eins og í flest­um öðrum grein­um.

Sam­kvæmt til­mæl­um Alþjóða ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, IOC, get­ur íþrótta­fólk frá þess­um lönd­um keppt sem hlut­laus­ir und­ir fána nefnd­ar­inn­ar ef það upp­fyll­ir ákvðein skil­yrði. Það má ekki hafa nein tengsl við hernaðar- eða ör­ygg­is­stofn­an­ir Rúss­lands eða Hvíta-Rúss­lands og hafi ekki stutt op­in­ber­lega inn­rás­ina í Úkraínu.

Á um­rædd­um lista eru 22 Rúss­ar og 13 Hvít-Rúss­ar sem ým­ist keppa á list­skaut­um eða í skauta­hlaupi. Þetta íþrótta­fólk hef­ur þar með fengið heim­ild til þátt­töku í undan­keppn­um fyr­ir vetr­arólymp­íu­leik­ana 2026.

Tekið er fram að at­hug­un á kepp­end­um hafi falið í sér ít­ar­lega grein­ingu á op­in­berri fram­komu og yf­ir­lýs­ing­um þeirra frá fe­brú­ar 2022 til dags­ins í dag. Komi fram nýj­ar upp­lýs­ing­ar eigi kepp­end­urn­ir á hættu að missa stöðu sína sem hlut­laus­ir og mættu þá ekki taka þátt í viðkom­andi undan­keppn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert