Bretanum refsað

Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. AFP/Andrej Isakovic

Lew­is Hamilt­on byrj­ar ekki fjórði í Formúlu 1-kapp­akstr­in­um í Mónakó á morg­un vegna refs­ing­ar.

Hamilt­on fór fyr­ir hol­lenska öku­mann­in­um Max Verstapp­en sem keyr­ir fyr­ir Red Bull í dag og fær fyr­ir það refs­ingu. Hann byrj­ar þrem­ur sæt­um aft­ar en hann átti að gera.

Verstapp­en byrj­ar því fjórði og liðsfé­lagi hans Isack Hadjar byrj­ar fimmti. Fern­ando Alon­so, ökumaður Ast­on Mart­in, byrj­ar sjötti.

Hann er sá þriðji til að fá refs­ingu eft­ir tíma­tök­una í dag en Ollie Be­arm­an byrj­ar tíu sæt­um neðar en hann átti að gera og Lance Stroll fékk refs­ingu fyr­ir árekst­ur við Char­les Leclerc.

Fimm öku­menn náðu ekki að klára tíma­tök­una í dag en það voru Gabriel Bortoleto, Oli­ver Be­arm­an, Pier­re Gas­ly, Lance Stroll og Franco Colap­into.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert