Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr UFA hafnaði í öðru sæti í langstökki í sínum flokki á opna franska frjálsíþróttamótinu í París. Ingeborg Eide Garðarsdóttir úr Ármanni hafnaði sömuleiðis í öðru sæti í sínum flokki í kúluvarpi í mótinu.
Stefanía Daney keppir í flokki T20 þroskahamlaðra en hún stökk lengst 4,95 metra og tryggði sér þannig annað sætið.
Ingeborg, sem tók þátt í sínu fyrsta Paralympics í París á síðasta ári, keppir í flokki F37 hreyfihamlaðra og tryggði sér annað sætið með því að kasta lengst níu metra.
Íslandsmet Ingeborgar í greininni er 9,83 metrar.