Stefanía og Ingeborg í öðru sæti

Stefanía Daney Guðmundsdóttir.
Stefanía Daney Guðmundsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Stef­an­ía Daney Guðmunds­dótt­ir úr UFA hafnaði í öðru sæti í lang­stökki í sín­um flokki á opna franska frjálsíþrótta­mót­inu í Par­ís. Inge­borg Eide Garðars­dótt­ir úr Ármanni hafnaði sömu­leiðis í öðru sæti í sín­um flokki í kúlu­varpi í mót­inu.

Stef­an­ía Daney kepp­ir í flokki T20 þroska­hamlaðra en hún stökk lengst 4,95 metra og tryggði sér þannig annað sætið.

Inge­borg, sem tók þátt í sínu fyrsta Para­lympics í Par­ís á síðasta ári, kepp­ir í flokki F37 hreyfi­hamlaðra og tryggði sér annað sætið með því að kasta lengst níu metra.

Íslands­met Inge­borg­ar í grein­inni er 9,83 metr­ar.

Ingeborg Eide Garðarsdóttir.
Inge­borg Eide Garðars­dótt­ir. Ljós­mynd/Í​F
Stefanía Daney Guðmundsdóttir stekkur í París.
Stef­an­ía Daney Guðmunds­dótt­ir stekk­ur í Par­ís. Ljós­mynd/Í​F
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert