Gauff vann á leirnum í fyrsta sinn

Coco Gauff fagnar glæstum sigri í dag.
Coco Gauff fagnar glæstum sigri í dag. AFP/Julien de Rosa

Banda­ríski tenn­is­leik­ar­inn Coco Gauff hrósaði sigri á Opna franska meist­ara­mót­inu í fyrsta sinn á ferl­in­um þegar hún lagði Arynu Sa­ba­lenku frá Hvíta-Rússlandi, 2:1, í úr­slit­um á leirn­um á Roland Garros-vell­in­um í Par­ís í dag.

Sa­ba­lenka vann fyrsta sett 7:6 eft­ir upp­hækk­un en Gauff vann annað sett ör­ugg­lega, 6:2.

Banda­ríkja­kon­an vann svo þriðja sett 6:4 og tryggði sér þannig sig­ur á ri­sa­móti í annað sinn en Gauff hafði áður unnið Opna banda­ríska meist­ara­mótið árið 2023.

Hún er aðeins 21 árs göm­ul og hef­ur því enn næg­an tíma til þess að ná als­lemmu; vinna öll fjög­ur ri­sa­mót­in. Hin tvö ri­sa­mót­in eru Opna ástr­alska meist­ara­mótið og Wimbledon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert