Hinn 17 ára gamli Guðmundur Flóki Sigurjónsson vann til bronsverðlauna í Taekwondo á opnu alþjóðlegu stigamóti í Lúxemborg í -80 kg fullorðinsflokki karla.
Rúmir 800 keppendur voru skráðir til leiks og var landslið Íslands skipað þeim Guðmundi Flóka og Leo Anthony Speight.
Guðmundur Flóki vann 2:1 gegn öflugum keppanda í 16-liða úrslitum eftir að hafa sitið hjá í 32-liða úrslitum. Í átta liða úrslitum hafði Guðmundur Flóki betur gegn Breta, 2:1, en í undanúrslitum mátti hann þola tap gegn Belga, 2:1.
Leo Anthony keppti í -68 kg flokki og endaði hann í fimmta sæti af 29 keppendum.