Hreppti bronsið í Lúxemborg

Guðmundur Flóki og Leo Anthony.
Guðmundur Flóki og Leo Anthony. Ljósmynd/Taekwondo

Hinn 17 ára gamli Guðmund­ur Flóki Sig­ur­jóns­son vann til bronsverðlauna í Taekwondo á opnu alþjóðlegu stiga­móti í Lúx­em­borg í -80 kg full­orðins­flokki karla.

Rúm­ir 800 kepp­end­ur voru skráðir til leiks og var landslið Íslands skipað þeim Guðmundi Flóka og Leo Ant­hony Speig­ht.

Guðmund­ur Flóki vann 2:1 gegn öfl­ug­um kepp­anda í 16-liða úr­slit­um eft­ir að hafa sitið hjá í 32-liða úr­slit­um. Í átta liða úr­slit­um hafði Guðmund­ur Flóki bet­ur gegn Breta, 2:1, en í undanúr­slit­um mátti hann þola tap gegn Belga, 2:1.

Leo Ant­hony keppti í -68 kg flokki og endaði hann í fimmta sæti af 29 kepp­end­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert