Sigur í spennuleik í Lúxemborg

Íslensku landsliðskonurnar fögnuðu sigri í kvöld.
Íslensku landsliðskonurnar fögnuðu sigri í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Ísland lagði Lúx­em­borg að velli, 3:2, í afar tví­sýn­um og spenn­andi leik í Evr­ópu­keppni kvenna í blaki í Lúx­em­borg í kvöld.

Íslenska liðið vann þar með sinn ann­an sig­ur í fimm leikj­um í keppn­inni en Lúx­em­borg hef­ur tapað öll­um fimm leikj­um sín­um.

Ísland vann fyrstu hrin­una 25:22 en Lúx­em­borg sneri leikn­um við með því að vinna þær næstu 25:21 og 26:24.

Ísland jafnaði met­in á ný með ör­ugg­um sigri í fjórðu hrinu, 25:15. Odda­hrin­an var síðan æsispenn­andi og fór í upp­hækk­un þar sem Ísland vann að lok­um 16:14.

Heba Sól Stef­áns­dótt­ir var stiga­hæst hjá ís­lenska liðinu með 22 stig og Lejla Sara Hadziredzepovic var með 21 stig.

Íslenska liðið mæt­ir Fær­eyj­um í Lúx­em­borg í sjötta leik sín­um í keppn­inni á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert