Flott byrjun hjá Guðrúnu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/seth@golf.is

At­vinnukylf­ing­ur­inn Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir úr Keili lék fyrsta hring­inn á Amundi German, Evr­ópu­mótaröðinni í Þýskalandi á tveim­ur högg­um und­ir pari í dag.

 Guðrún Brá, sem lék á 71 höggi, er núna í 15.-24. sæti en ekki hafa all­ir kylf­ing­ar lokið fyrsta hring.

Fjór­ar deila efsta sæt­inu á fimm högg­um und­ir pari, 68 högg­um, en það eru Alice Hew­son frá Englandi, Helen Briem frá Þýskalandi, Amelia Garvey frá Nýja-Sjálandi og Ell­in­or Sudow frá Svíþjóð.

Dag­bjart­ur Sig­ur­brands­son datt úr leik á Evr­ópu­móti áhuga­kylf­inga í golfi en leikið er á Vasatorps-vell­in­um í Svíþjóð.

Hann fór ann­an hring­inn á 78 högg­um eða sex högg­um yfir pari og er í 103-107. sæti sem þýðir að hann kemst ekki í gegn­um niður­skurðinn, en ekki all­ir kylf­ing­ar hafa lokið hringn­um.

Andrea Bergs­dótt­ir og Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir komust áfram á PGA Sweden-golf­mót­inu í Rim­forsa í Svíþjóð en ann­ar hring­ur­inn fór fram í dag.

Andrea fór ann­an hring­inn á 74 högg­um eða tveim­ur högg­um yfir pari og er í 36.-44. sæti en ekki hafa all­ir lokið keppni. Ragn­hild­ur fór hring­inn á pari og er í 45.-52. sæti en ekki hafa all­ir lokið keppni.

Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir fór á pari í gær en endaði á 78 högg­um í dag og er úr leik fyr­ir tvo seinni keppn­is­dag­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert