Ísland hélt sæti sínu í efstu deild

Veigar Heiðarsson.
Veigar Heiðarsson. Ljósmynd/seth@golf.is

Íslenska karla­landsliðið í golfi lenti í 13. sæti og hélt sér í efstu deild á Evr­ópu­mót­inu eft­ir sig­ur á Eistlandi.

 Veig­ar Heiðars­son gerði sér lítið fyr­ir og vann Rich­ard Teder, sem verður fyrsti Eist­inn til að keppa á Opna breska meist­ara­mót­inu. Veig­ar átti virki­lega góðan dag, sigraði leik­inn 7/​6, vippaði í og sló fyr­ir erni.

Tóm­as Hjaltested,Gunn­laug­ur Árni Sveins­son og Logi Sig­urðsson unnu einnig sína leiki svo ís­lenska sveit­in held­ur sæti sínu í A-deild.

Sveit Íslands skipa:

Böðvar Bragi Páls­son, GR
Dag­bjart­ur Sig­ur­brands­son, GR
Gunn­laug­ur Árni Sveins­son, GKG
Logi Sig­urðsson, GS
Tóm­as Ei­ríks­son Hjaltested, GR
Veig­ar Heiðars­son, GA

Þjálf­ari: Ólaf­ur Björn Lofts­son

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert