Íslenska karlalandsliðið í golfi lenti í 13. sæti og hélt sér í efstu deild á Evrópumótinu eftir sigur á Eistlandi.
Veigar Heiðarsson gerði sér lítið fyrir og vann Richard Teder, sem verður fyrsti Eistinn til að keppa á Opna breska meistaramótinu. Veigar átti virkilega góðan dag, sigraði leikinn 7/6, vippaði í og sló fyrir erni.
Tómas Hjaltested,Gunnlaugur Árni Sveinsson og Logi Sigurðsson unnu einnig sína leiki svo íslenska sveitin heldur sæti sínu í A-deild.
Böðvar Bragi Pálsson, GR
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG
Logi Sigurðsson, GS
Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
Veigar Heiðarsson, GA
Þjálfari: Ólafur Björn Loftsson