Fimm Íslendingar keppa á EM

Birta María Haraldsdóttir verður á meðal keppenda á EM í …
Birta María Haraldsdóttir verður á meðal keppenda á EM í Bergen. Ljósmynd/FRÍ

Evr­ópu­mót 23 ára og yngri í frjálsíþrótt­um fer fram í Ber­gen í Nor­egi dag­ana 17.-20. júlí næst­kom­andi. Fimm ís­lensk­ir kepp­end­ur taka þátt á mót­inu.

Arn­dís Diljá Óskars­dótt­ir kepp­ir í spjót­kasti, en hún náði lág­marki í byrj­un apríl sl. þegar hún kastaði 51,97 m á móti í Banda­ríkj­un­um. Hún er búin að vera á flottri sigl­ingu í spjót­kast­inu und­an­farn­ar vik­ur og mánuði en hún hef­ur kastað lengst 54,99 m og gerði hún það í lok maí sl.

Arn­dís Diljá verður fyrst ís­lensku kepp­end­anna inn á völl­inn en undan­keppn­in í spjót­kasti kvenna fer fram fimmtu­dag­inn 17. júlí klukk­an 16.15 (hóp­ur A) og 17.30 (hóp­ur B) og úr­slit­in eru svo laug­ar­dag­inn 19. júlí klukk­an 18.55.

Arndís Diljá Óskarsdóttir
Arn­dís Diljá Óskars­dótt­ir Ljós­mynd/​FRÍ

Júlía Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir kepp­ir í 100 m grinda­hlaupi, en hún náði lág­marki í lok mars sl. þegar hún hljóp á 13,74 sek á móti í Banda­ríkj­un­um. Síðan þá hef­ur hún bætt tím­ann sinn nokkr­um sinn­um og er henn­ar besti tími frá því í byrj­un apríl sl. en þá hljóp hún á 13,62 sek.

Und­anriðlar í 100 m grinda­hlaupi kvenna eru fimmtu­dag­inn 17. júlí klukk­an 16.40, undanúr­slit­in eru á föstu­dag­inn 18. júlí klukk­an 16.00 og úr­slit­in seinna sama dag klukk­an 19.45.

Júlía Kristín Jóhannesdóttir, fyrir miðju í dökkbláum buxum.
Júlía Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir, fyr­ir miðju í dökk­blá­um bux­um. Ljós­mynd/​FRÍ

Birta María Har­alds­dótt­ir kepp­ir í há­stökki, en hún náði lág­marki vorið 2024 þegar hún stökk 1,87 á Norður­landa­meist­ara­mót­inu í Mal­mö. Það er henn­ar besti ár­ang­ur en und­an­far­in tvö ár hef­ur Birta María farið níu sinn­um yfir 1,80 m.

Eva María Bald­urs­dótt­ir kepp­ir einnig í há­stökki en hún náði lág­marki í janú­ar sl. þegar hún stökk 1,80 m á móti í Banda­ríkj­un­um en síðan þá hef­ur hún gert sér lítið fyr­ir og stokkið yfir 1,84 m núna um miðjan júní.

Eva María Baldursdóttir
Eva María Bald­urs­dótt­ir Ljós­mynd/​FRÍ

Undan­keppni há­stökks­ins fer fram fimmtu­dag­inn 17. júlí klukk­an 19.45 og úr­slit­in fara svo fram laug­ar­dag­inn 19. júlí klukk­an 17.10.

Síðust til að keppa er Hera Christen­sen en hún kepp­ir í kringlukasti. Hún náði lág­marki sum­arið 2024 þegar hún kastaði 52,67 m á Bik­ar­keppni FRÍ. Hera er í góðu formi þessa dag­ana og bætti hún sig síðast á Evr­ópu­bik­ar þar sem hún kastaði 53,80 m, en það er aðeins tæp­um metra frá Íslands­meti Thelmu Lind­ar Kristjáns­dótt­ur sem er 54,69 m frá sumr­inu 2018.

Undan­keppni kringlukasts­ins er fimmtu­dag­inn 19. júlí klukk­an 12.10 (hóp­ur A) og 13.20 (hóp­ur B) og úr­slit­in eru svo sunnu­dag­inn 20. júlí klukk­an 18.20.

Hera Christensen
Hera Christen­sen Ljós­mynd/​FRÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert