Birkir Bjarnason æfir með FH

Birkir Bjarnason skoðar næstu skref.
Birkir Bjarnason skoðar næstu skref. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birk­ir Bjarna­son, leikja­hæsti landsliðsmaður Íslands í fót­bolta, æfir með Bestu deild­arliði FH um þess­ar mund­ir.

Fot­bolti.net grein­ir frá. 

Íslenski fé­lag­skipta­glugg­inn opn­ar á morg­un og verður fróðlegt að sjá hvort Birk­ir semji við FH, en sam­kvæmt frétt fót­bolta.net hef­ur ekki verið rætt um það hvort hann gangi mögu­lega í raðir FH. 

Birk­ir sem er án fé­lags lék síðast með Brescia í ít­ölsku B-deild­inni en fé­lagið varð gjaldþrota á dög­un­um og hef­ur verið lagt niður sem at­vinnu­manna­fé­lag.

Birk­ir sem er 37 ára gam­all á gríðarlega lang­an at­vinnu­manna­fer­il að baki í fjöl­mörg­um lönd­um en hef­ur aldrei spilað deild­ar­leik á Íslandi. Meðal liða sem hann hef­ur leikið með eru enska stórliðið Ast­on Villa og sviss­neska fé­lagið FC Basel en flesta leiki á hann fyr­ir norska fé­lagið Vik­ing þar sem hann lék fyrst árið 2006. 

Birk­ir er eins og áður seg­ir leikja­hæsti leikmaður karla­landsliðsins frá upp­hafi en hann lék 113 A-lands­leiki, þann síðasta árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert