Þrítugur PGA kylfingur látinn

Grayson Murray er látinn
Grayson Murray er látinn AFP/ANDREW REDINGTON

Kylfingurinn Grayson Murray er látinn, þrítugur að aldri einungis degi eftir að hafa dregið sig úr keppni í Charles Schwab Challenge mótinu í Texas á föstudag. Murray vann tvö PGA mót á ferlinum.

Murray var álitinn einn besti ungi kylfingur heims sem táningur og varð hann næst yngsti kylfingur sögunnar til að spila á US Open árið 2013, einungis nítján ára gamall. Murray opnaði sig um baráttu sína við kvíða og alkóhólisma í viðtali fyrr á árinu.

Framkvæmdastjóri PGA mótaraðarinnar, Jay Monahan, tilkynnti um andlátið í yfirlýsingu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert