Mótaröð GSÍ hófst í gær

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson er á meðal keppenda.
Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson er á meðal keppenda. Ljósmynd/GSÍ

Fyrsta mótið í mótaröð GSÍ í golfi hófst í gær. Kristófer Karl Karlsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir leiða eftir fyrsta hring.

Aðstæður voru mjög erfiðar í gær. Mikil úrkoma og vindur setti svip sinn á leik keppenda og aðstæður voru krefjandi, sérstaklega fyrri part dagsins.

Kristófer Karl Karlsson, GM, var eini keppandinn í karlaflokki sem lék undir pari vallar en hann er efstur á 71 höggi eða -1. Á eftir honum eru Axel Bóasson, GK, Logi Sigurðsson, GS, Kristján Þór Einarsson, GM og Ólafur Marel Árnason, NK, allir einu höggi á eftir Kristófer, á pari vallarins.

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, eru í fyrsta og öðru sæti og aðeins munar einu höggi á þeim. Guðrún lék á tveimur höggum undir pari og Ragnhildur einu.

Annar hringur fer fram í dag og síðasti á morgun. Keppendur eru alls 87, og koma þeir frá 11 klúbbum víðsvegar af landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert