Axel og Guðrún unnu fyrsta mótið

Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir með bikarana eftir mótið …
Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir með bikarana eftir mótið í dag. Ljósmynd/seth@golf.is

Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK stóðu uppi sem sigurvegarar í Korpubikarnum, fyrsta móti tímabilsins á mótaröð Golfsambands Íslands, sem lauk á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í dag.

Axel sigraði í karlaflokki eftir gríðarlega harða keppni þar sem aðeins tvö högg skildu að fimm efstu menn og fjögur högg fyrstu sjö.

Axel lék samtals á pari en spilaði þó á fjórum höggum yfir pari í dag, 75 höggum. Hann var samtals á 213 höggum.

Andri Þór Björnsson úr GR og Aron Snær Júlíusson úr GKG léku báðir á 214 höggum samanlagt, einu yfir pari og þeir Haraldur Franklín Magnús og Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR voru báðir á 215 höggum.

Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss var á 216 höggum og Tómas Eiríksson Hjaltested úr GR á 217 höggum.

Guðrún og Ragnhildur í sérflokki

Í kvennaflokki voru Guðrún Brá og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR í algjörum sérflokki og eitt högg skildi þær að. Ragnhildur var efst eftir tvo hringi en í dag lék Guðrún á 73 höggum og Ragnhildur á 77 þannig að Guðrún sigraði á samtals 215 höggum, einu undir pari vallarins, og Ragnhildur lék á pari, 216 höggum.

Næst á eftir þeim var síðan Pamela Ósk Hjaltadóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar en hún lék á 231 höggi.

Axel Bóasson á Korpúlfsstaðavelli um helgina.
Axel Bóasson á Korpúlfsstaðavelli um helgina. Ljósmynd/seth@golf.is
Ragnhildur Kristinsdóttir við erfiðar aðstæður á Korpúlfsstaðavelli.
Ragnhildur Kristinsdóttir við erfiðar aðstæður á Korpúlfsstaðavelli. Ljósmynd/seth@golf.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert