Rahm dregur sig úr keppni

Jon Rahm verður ekki með á Opna bandaríska meistaramótinu.
Jon Rahm verður ekki með á Opna bandaríska meistaramótinu. AFP/Tim Warner

Spænski kylfingurinn Jon Rahm hefur tilkynnt að hann neyðist til þess að draga sig úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi vegna sýkingar í fæti.

Rahm sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun og kvaðst þá enn vera ansi þjakaður og ekki vita hvort hann gæti tekið þátt á mótinu, sem fer fram í Pinehurst í Norður-Karólínuríki og hefst á fimmtudag.

Í kvöld tilkynnti Spánverjinn það hins vegar á samfélagsmiðlum sínum að hann neyddist til að draga sig úr keppni.

Rahm var í sandölum á vinstri fæti til þess að …
Rahm var í sandölum á vinstri fæti til þess að hlífa fætinum er hann mætti til fréttamannafundar í dag. AFP/Alex Slitz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert