McIlroy og Cantlay leiða eftir fyrsta hring

Rory McIlroy og Scottie Scheffler á fyrsta hringnum í gær.
Rory McIlroy og Scottie Scheffler á fyrsta hringnum í gær. AFP/Sean M. Haffey

Fyrsti hringurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fór fram í gær en Norður-Írinn Rory McIlroy og Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay deila efsta sætinu.

Þeir fóru báðir fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari en næstur var Svíinn Ludvig Aberg sem var höggi á eftir þeim en spilað er á Pinehurst-vellinum í Norður-Karólínu.

Annar hringurinn hófst klukkan 10.30 í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert