Fjórar berjast um meistaratitilinn á morgun

Frá holukeppninni í Mosfellsbæ í dag.
Frá holukeppninni í Mosfellsbæ í dag. Ljósmynd/seth@golf.is

Fjórar konur tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitunum á Íslandsmótinu í holukeppni kvenna í golfi sem nú stendur yfir á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ en þær keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á morgun.

Þóra Sigríður Sveinsdóttir úr GR sigraði Elsu Maren Steinarsdóttur úr GK.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir úr GS sigraði Söru Kristinsdóttur úr GM.

Eva Kristinsdóttir úr GM sigraði Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur ur GOS.

Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr GR.

Engin þessara fjögurra hefur orðið Íslandsmeistari í holukeppni en Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR varð meistari í fyrra.

Undanúrslitin fara fram í fyrramálið og áætlað er að úrslitaleikirnir um fyrsta og þriðja sætið hefjist um klukkan 12.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka