Sænski nýliðinn fyrstur á Pinehurst en Tiger er úr leik

Ludvig Åberg hefur leikið best allra til þessa.
Ludvig Åberg hefur leikið best allra til þessa. AFP/Jared C. Tilton

Svíinn Ludvig Åberg er með forystu eftir tvo hringi á Opna bandaríska mótinu í golfi sem er hálfnað á Pinehurst-vellinum í Norður-Karólínu.

Åberg, sem er 24 ára gamall og hefur aðeins verið atvinnumaður í eitt ár, lék annan hringinn í dag á 69 höggum, einu undir pari vallarins, og er samtals á fimm höggum undir pari, 135 höggum, eftir tvo hringi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann keppir á Opna bandaríska.

Bandaríkjamennirnir Patrick Cantlay og Bryson DeChambeau og Belginn Thomas Detry eru á hælum hans á fjórum höggum undir þari, 136 höggum, og síðan koma Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, Tony Finau frá Bandaríkjunum og Matthieu Pavon frá Frakklandi á þremur undir pari.

Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, komst naumlega í gegnum niðurskurðinn eftir afleitan dag og er á fimm höggum yfir pari, en á meðal þeirra sem féllu út var Tiger Woods sem lék hringina tvo á sjö höggum yfir pari vallarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert