Náði þriggja högga forystu fyrir lokahring

Bryson DeChambeau stendur vel að vígi fyrir lokahringinn á Pinehurst.
Bryson DeChambeau stendur vel að vígi fyrir lokahringinn á Pinehurst. AFP/Sean M. Haffey

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau náði þriggja högga forystu á lokaspretti þriðja hrings á Opna bandaríska mótinu í golfi sem nú stendur yfir á Pinehurst-vellinum í Norður-Kaliforníu.

DeChambeau lék þriðja hringinn í kvöld á þremur höggum undir pari, 67 höggum, og er samtals á sjö höggum undir pari fyrir lokahringinn á morgun. Hann náði um tíma fjögurra högga forystu.

Rory McIlroy frá Norður-Írlandi gerir sér vonir um sinn fyrsta sigur á stórmóti í tíu ár en hann deilir öðru sætinu með Matthieu Pavon frá Frakklandi og Patrick Cantlay frá Bandaríkjunum. Þeir eru á fjórum höggum undir pari.

Þar á eftir koma Hiedki Matsuyama frá Japan og Svíinn ungi Ludvig Åberg sem eru á tveimur höggum undir pari.

Bryson DeChambeau hefur einu sinni sigrað á einu risamótanna og var það einmitt á Opna bandaríska meistaramótinu. Sigraði hann árið 2020 en þá geysaði kórónuveiran og voru engir áhorfendur á mótinu. DeChambeau hefur auk þess einu sinni hafnað í 2. sæti á PGA meistaramótinu en það var í síðasta mánuði og hann kom því nokkuð heitur til leiks á Pinehurst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert