Varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti

Frá vinstri: Eva Kristinsdóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir og Fjóla Margrét …
Frá vinstri: Eva Kristinsdóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir og Fjóla Margrét Viðarsdóttir. Ljósmynd/Seth@golf.is

Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG er Íslandsmeistari í holukeppni kvenna árið 2024. Mótið fór fram um helgina á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Anna Júlía sigraði Fjólu Margréti Viðarsdóttur úr GS, með sex vinninga forskoti þegar fimm holur voru eftir. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Önnu Júlíu í einstaklingskeppni.

Eva Kristinsdóttir úr GM hafnaði í þriðja sæti en hún sigraði Þóru Sigríði Sveinsdóttur úr GS, með þriggja vinninga forskoti þegar tvær holur voru eftir.

Íslandsmót í holukeppni karla fer fram dagana 22.-24. júní á Garðavelli á Akranesi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert