Tekur sér hlé eftir vonbrigðin

Rory McIlroy gat ekki leynt vonbrigðum sínum á sunnudag.
Rory McIlroy gat ekki leynt vonbrigðum sínum á sunnudag. AFP/Andrew Redington

Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy hefur ákveðið að taka sér nokkurra vikna hlé eftir að hafa glutrað niður forskoti á Opna bandaríska meistaramótinu um liðna helgi.

McIlroy var með forystuna á Pinehurst-vellinum í Norður-Karólínuríki lengi vel á lokahringnum á sunnudag en missti Bryson DeChambeau fram úr sér á síðustu holunum sem endaði með því að Bandaríkjamaðurinn hrósaði sigri.

„Gærdagurinn var erfiður, líklega sá erfiðasti sem ég hef upplifað á 17 ára atvinnuferli mínum sem kylfingur. Í fyrsta lagi vil ég óska Bryson til hamingju.

Hann er verðugur meistari og einmitt það sem atvinnugolf þarf á að halda þessa dagana. Ég held að við getum öll verið sammála um það,“ skrifaði McIlroy á Instagram-aðgangi sínum í gær.

Fór illa að ráði sínu á 16. og 18. holu

Hann nefndi klúður á pútti á 16. og 18. holu á lokahringnum á sunnudag sem sérstök vonbrigði, þegar DeChambeau komst upp fyrir McIlroy, og hyggst Norður-Írinn taka sér hlé til þess að jafna sig.

„Ég ætla að taka mér nokkurra vikna hlé frá íþróttinni til þess að fara yfir allt saman og byggja mig upp að nýju fyrir titilvörn mína á Opna skoska meistaramótinu og The Open.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert