Landsliðskylfingurinn Andrea Bergsdóttir náði flottum árangri í móti á LET Access-mótaröðinni í golfi um helgina en keppt var í Gotlandi í Svíþjóð.
Andrea hafnaði í sjötta sæti, sex höggum á eftir hinni sænsku Kajsu Arwefjall sem bar sigur úr býtum. Andrea lék þrjá hringi á samanlagt 203 höggum og endaði á þremur höggum yfir pari.
Andrea er efst íslenskra kvenna á stigalista áhugakylfinga.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru með keppnisrétt á mótaröðinni en voru ekki með að þessu sinni.