Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy missti stjórn á skapi sínu og fleygði kylfu sinni í vatnið á BMW-mótinu í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar í gær.
McIlroy sló fyrsta högg sitt á næstsíðustu holu annars hrings á mótinu og fór það ekki eins og hann vildi með þeim afleiðingu að kylfa hans rataði í vatnið.
Norðurírinn sá fljótt að sér og óð út í vatnið til þess að ná aftur í kylfuna.
Hann er sem stendur á þremur höggum undir pari, tíu á eftir Adam Scott sem er í efsta sæti á 13 höggum undir pari.
Atvikið má sjá hér:
"You can see the frustration" 😬
— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) August 23, 2024
Rory McIlroy throws his club in the water after tee shot! 💧 pic.twitter.com/tDAgDDCucK