Perla í sögubækurnar

Perla Sól Sigurbrandsdóttir.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir. mbl.is/Ólafur Árdal

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR var á meðal kylfinga sem keppti fyrir úrvalslið Evrópu gegn úrvalsliði Bandaríkjanna í Solheim-bikar stúlkna sem lauk í gær.

Keppnin er fyrir kylfinga á aldrinum 12-18 ára. Bandaríska liðið reyndist mun sterkara og vann með 18,5 vinningum gegn 5,5.

Perla, sem heldur upp á átján ára afmælið sitt síðar í mánuðinum, er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær þann heiður að keppa á mótinu. 

Hún var aðeins 15 ára þegar hún varð Íslandsmeistari árið 2022 og sama ár varð hún Evrópumeistari 16 ára og yngri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert