Bandaríkin unnu Solheim-bikarinn

Lið Bandaríkjanna fagnar sigrinum í gær.
Lið Bandaríkjanna fagnar sigrinum í gær. AFP/Scott Taetsch

Lið Bandaríkjanna sigraði í Solheim-bikarnum í golfi sem fór fram í Gainesville í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum um helgina. Lið Bandaríkjanna vann lið Evrópu 15½:12½.

Er þetta í fyrsta sinn í sjö ár sem lið Bandaríkjanna hrósar sigri í Solheim-bikarnum.

Lilia Vu, sem er númer tvö á heimslistanum, tryggði Bandaríkjunum sigurinn á 18. holu þegar hún vann Svisslendinginn Albane Valenzuela með hálfu stigi á lokahringnum.

Bandaríkin voru 6:2 yfir eftir fyrsta hring og 10:6 eftir annan hring. Leikinn var fjórmenningur á fyrstu tveimur hringjunum.

Á lokahringnum, þar sem leikinn var tvímenningur, saxaði lið Evrópu aðeins á forskotið en lið Bandaríkjanna reyndist hlutskarpara og kom í veg fyrir að Evrópu ynni fjórða Solheim-bikar sinn í röð, sem hefði verið met.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert