Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði sínum besta árangri á LET Access mótaröðinni er hún hafnaði í fjórða sæti á Hauts de France-Open mótinu í Stain Omer í Frakklandi.
Guðrún lék hringina tvo á 71 og 70 höggum. Átti að leika þrjá hringi en það tókst ekki vegna mikillar rigningar.
Hún lauk leik á þremur höggum undir pari. Hún er í 28. sæti af 30 kylfingum á stigalista mótaraðarinnar en 30 efstu komast áfram á annað stig úrtökumóta í haust.