Tiger Woods hefur verið ásakaður um hugverkastuld vegna einkennismerkis fatalínu sinnar, Sun Day Red. Annað fyrirtæki, Tigeraire, er sagt eiga merkið.
Umsókn Woods um einkaleyfi á merkinu hefur verið stöðvuð en merkið þykir keimlíkt því sem Tigeraire hefur einkaleyfi á.
„Aðgerðir Sun Day Red og Tiger Woods, hunsa skrásett vörumerki Tigaraire og einkenni ásamt því að brjóta alríkislög um hugverk. Umsókn SDR ætti því að vera hafnað“, segir í athugasemd Tigeraire.
Sun Day Red heitir því nafni vegna þess að Woods klæddist gjarnan rauðu þegar hann keppti á sunnudögum.