Íslenskt silfur í Makaó

AFP/David Jensen

Sigurður Guðmundsson, kylfingur úr Golfklúbbi Sandgerðis, gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á Golf Masters mótinu í Makaó í Asíu undir lok síðasta mánaðar.

Golf Masters mótið í Makaó er mót fyrir fatlaða kylfinga með þroskaskerðingu og var Sigurður fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt á mótinu. Þangað var honum boðið vegna góðs árangurs í fyrri mótum.

Sigurður keppti á Special Olympics í Berlín í Þýskalandi í fyrra og endaði þar einnig í öðru sæti. Þar voru fulltrúar frá Golf Masters í Makaó sem buðu honum að taka þátt en aðeins fimmtán bestu kylfingar heimsins fengu boð á mótið.

Frábær árangur hjá Sigurði og ljóst að það verður gaman að fylgjast með þessum frábæra kylfingi í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert